22.2.2009 | 14:01
Hef aldrei kosið VG! Enn!
Enn ef þeir lofa að þessi orð Atla verði í forgangi ef þeir komast í næstu ríkisstjórn eða enn betur afgreiða þetta núna mun ég í fyrsta sinn á ævinni kjósa til vinstri.
GuðjónÓ. Hægri-grænn hingað til
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðjón
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir munu reyna að koma þessu í gegn fyrir kosningar til að ná sér í atkvæði og ef þetta tekst þá munu þeir að öllum líkindum fá atkvæði frá mér. Held að ágætis byrjun væri að frysta eigur þeirra hérlendis þangað til að þeir koma heim með það sem þeir fóru með úr landi til skattaparadísa eins og Cayman eyja og ef þeir gera það ekki þá dæma þá í útlegð!
Ingi A (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:23
Hvernig getur fólk kosið Sjálfstæðisflokkinn, þennan flokk sem er varðhundur óréttlætis t.d. kvótakerfisins, eftirlaunaósómans, einakavinavæðingar, embættismannaveitingar á silfurfati til vina og vandamanna, á móti stjórnlagaþingi vegna ótta við að völd þeirra verði skert, og svo mætti lengi telja. Skora á fólk að kíkja á Sifrið frá í dag og heyra líka það sem rætt var um stjórnlagaþing og hvers vegna sumir eru á móti því. Jóhanna Sig lagði fram frumvarp um stjórnlagaþing 1995 sem Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki í mál, og sá fúli flokkur mun einnig koma í veg fyrir það núna. Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnarskránni verði breytt. Við erum með stjórnarskrá sem var að hluta til samin 1840 og það eru bara allt aðrar aðstæður í dag. Ráðherraræðið er svo mikið að við gætum næstum því eins verið með einræði. Enda sást það best hvernig þetta ráðherraræði virkaði í tíð Davíðs Oddssonar. Við megum ekki láta þetta tækifæri frá okkur, það verður að breyta stjórnarskránni. Ef ekki þá mun þetta bara gerast aftur fyrr en seinna. Stöndum saman á móti þeim flokkum sem ekki vilja ljá máls á stjórnlagaþingi. Sama hverjir þeir eru.
Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:29
Vg atti ekki að fa mitt atkvæði en ef þeir na þessu i gegn, verð eg að endurskoða það.
Kolla (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:32
Valsól hefur nú hingað til verið auðmannasleikja númer eitt, og allt sem illa fer hjá Jóni Ásgeiri telur hún/hann vera Sjálfstæðisflokknum að kenna sbr. færslu Valsolar frá því síðasta sumar:
"Þessi flokkur spillingarinnar er búinn að koma málum svo fyrir að fyrirtæki eru að flýa land í hópum. Tekjuskatts missir fyrir þjóðina blasir við. Það vita allir hvernig Baugsmálið byrjað, þeir sem segja að það sé ekki af pólitískum toga eru annað hvort ekki í lagi eða innmúraðir Sjálfstæðismenn. Það er furða að fólk skuli taka þátt í að hjálpa þessum flokki við að fara fram með yfirgangi, óréttlæti, óheiðarleika og spillingu. 40% þjóðarinnar kýs þetta lið aftur og aftur. Reyndar eru blikur á lofti um það að fólk sé að vakna og farin að fatta út á hvað þessi flokkur gengur,. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, en ég get ekki hugsað mér að kjósa þennan flokk aftur. Ég er ekki eini einstaklingurinn sem hef farið úr Sjálfstæðisflokknum vegna þess að mér líkar ekki óheiðarleikinn. "
Þegar þú talar um að fyrirtæki væru að fara úr landi, varstu að tala um bankana ? , það hefði verið betra ef þeir hefðu farið úr landi já, enda búið að liggja fyrir að skudatryggingaálagið jókst statt og stöðugt allt árið 2008, og allir bankarnir á sama tíma með ríkisábyrgð, þeir einu sem bentu á þetta voru Sjálfstæðismenn.
Væri ekki nær að finna hina raunverulegu sökudólga, í stað þess að ætla það að Davíð Oddsson beri alla ábyrgð á því sem miður fór í samfélaginu, og enga ábyrgð á því sem vel er gert , síðustu 18 árin. Annars vilja Jóns Ásgeirs klappstýrur meina að Davíð Oddsson eigi alla sök á því sem komið er fyrir Baug í dag.
Annars veit ég ekki hvaða útrásarvíkingar það eiga að vera sem eru hallir undir Sjálfstæðisflokkinn ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 16:38
Alltaf jafn fyndið að lesa að það hljóti að vera Baugur EÐA Sjálfslæðisfokkurinn sem hafi haft rangt fyrir sér og allt er að kenna. Hinn er stikkfrír. Þetta er Sjallinn að berjast fyrir.
Verið nú viðbúin: Það voru FLEIRI en einn glæpamaður. Einn var hugsjónasmiðurinn og sá sem gerði mögulegt - hið pólitíska afl - og hinn (hinir - útrásarvíkingarnir) voru gerendurnir.
Og svo fleiri og fleiri... þetta er ekki annaðhvort/eða spurning. Þarna voru margir vondir leikendur, lög og siðareglur þverbrotin hvað eftir annað og þjóðinni ekki sagt satt og rétt frá.
Norður og niður með þá alla.
Rúnar Þór Þórarinsson, 22.2.2009 kl. 23:37
...og þá er ég að tala um það sem Ingó var að segja hér að ofan.
Gott hjá þér annars Guðjón - Það er eitt það mest óþolandi og heimskulegasta sem tíðkast hefur hér á landi að fylgja gömlum pólitísku hugsjónum í blindni. Alveg frábært að sjá menn vera að endurskoða hug sinn.
Ég hef kosið mismunandi flokka í kosningum og margbölvað því að neyðast til að kjósa kjána um leið og ég hef kosið þá sem mér hefur þótt hæfastir.
Rúnar Þór Þórarinsson, 22.2.2009 kl. 23:40
Rúnar: Það er liggur alveg fyrir að hrunið er samspil ólíkra þátta, og enginn einn sökudólgur.
Einmitt þessvegna skil ég ekki afhverju Davíð Oddsson er gerður að táknmynd hrunsins og helsta ábyrgðarmanni þess sem illa hefur farið í samfélaginu.
Ef það er pólitísk blindni að hafa skoðanir sem breytast ekki eftir því sem vindur blæs, þá lýsi ég mig hér með sekan. :)
Ingólfur Þór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 09:39
Nú, á þá að velja hann sérstaklega út sem einhver sem á að sleppa við gagnrýni? Held að þú sjáir vel hverskonar hringavitleysa það verður.
Málið er einmitt að setja hann á sama stall og aðrir aðalleikendur.
Reyndar er Davíð Oddsson alveg GERSAMLEGA í miðjunni á þvögunni þ.s. hugmyndafræðin hans og leiðtogadýrkunin sem hann innleiddi plús allir litlu útrásarfrankensteinarnir hans voru aðalleikendurnir í þessu drama.
Ég finn ekki til neinnar samúðar með honum eftir rassskellinguna, enda lýkur henni ekki fyrr en við uppgjör reikninga.
Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.