Umferðin eykst í norðri

Ein frétt, sem birtist í Morgunblaðinu nú fyrir stuttu, sem vakti athygli mína er aukning  skemmtiferðaskipa umhverfis Ísland. Af hverju er þetta frétt? Jú vissulega er þetta jákvætt fyrir ferðaþjónustuna að fá erlenda ferðamenn inn í landið. Að vísu eyða þeir ekki miklum peningum, því mest allt er innfalið um borði í skipinu og ferðamennirnir fara "bara" í land til að skoða sig um og taka myndir. En þetta er stórfrétt samt sem áður, því hvað gerist ef skemmtiferðaskip, sem getur verið 20.000-150.000 tonn að stærð, með mörg hundruð og jafnvel nokkur þúsund manns innan borðs verður fyrir slysi t.d. eldur um borð, árekstur við annað skip, eða rekst á borgarísjaka? Getum við komið skipinu til aðstoðar? Ísland ber ábyrgð á  1.900.000 km2 hafsvæði í kringum landið. Er landið nógu vel í stakk búið til að leysa slíkan vanda ef stórt farþegaskip leitar eftir aðstoð á okkur ábyrgðarsvæði? Ég held ekki og fréttin gefur í skyn að landhelgisgæslan hefur hvorki mannskap né tæki til að fara út í stórtæka björgunaraðgerðir. Landhelgisgæslan er ekki einu sinni með vélar til að sinna eftirliti á svæðinu. Viðbrögð þurfa að vera mjög skjót ef skip lendir í vandræðum t.d. ef eldur kemur upp um borð. Hvernig geta nokkrar íslenskar þyrlur bjargað þúsund manns úr sökkvandi og eða brennandi skipi? Það er bara ekki hægt að mínu mati. Kannski væru nokkur fiskiskip stödd út á hafi til að hjálpa til en hvernig getur 500 tonna togari athafnað sig úti á hafi við að selflytja þúsund manns á milli skipa eða í land? Rætt hefur verið um samstarf við aðrar strandgæslur t.d. við BNA, í fréttinni. Ég spyr hvernig getur strandgæsluskip eða herskip frá BNA komið að gagni ef skemmtiferðaskip lendir í árekstri við borgarísjaka á milli Íslands og Grænlands? Það myndi taka nokkra daga fyrir skipið að komast hingað, ef það væri þá laust í þetta verkefni. Og þótt það væri hægt að koma fólkinu um borð í önnur skip, hvert ætti að fara með það? Hvernig geta strjálbýl og lítil þorp á Grænlandi tekið á móti nokkur þúsund manns allt í einu. Alþjóðasamstarf á þessu sviði er mjög lítið en umferð á hafsvæðinu fyrir norðan Ísland er að aukast t.d. var tvöföldun á umferðinni á milli áranna 2007 og 2008 og komu vel á annað hundrað skip til Íslands í ár. Mörg þeirra héldu áfram til Grænlands, eða Jan Mayen eða til Svalbarða. Hafísþekjan hefur minnkað sértaklega mikið á undanförnum árum og í fyrra  og aftur á þessu hausti hefur siglingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs um Beringssunds verið íslaus, sem þýðir einfaldlega að öll skip, stór eða lítil, geta siglt þessa leið í ágúst og september.  Í dag eru nánast engar reglur um siglingar um Norður-Íshafið. Mjög aðkallandi er að ferðskrifstofur sem eru með skemmtiferðaskip á þessu svæði, strandgæslur, landhelgisgæslur og stjórnvöld á svæðinu komi sér saman a.m.k. um öryggisreglur fyrir svæði og hvað eigi síðan að gera ef slys verður á svæðinu.  Svæðið er gríðarlega stórt, erfitt yfirferðar og mikið fámenni býr á svæðinu sem myndi gera allt björgunarstarf mjög erfitt. Nægir að nefna erfiðleikarnir sem Ný-Sjálendingar lentu í þegar tvö frekar lítil skemmtiferðaskip rákust á ísjaka í fyrra við Suðurskautslandið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðjón

Höfundur

Guðjón Ó.
Guðjón Ó.
Reykvíkingur í 10 ættliði. Mikill náttúru unnandi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband