25.5.2008 | 22:34
Eurovíson og þjóðflutningar í Evrópu
Það virðist engin skilja hvernig löndin gefa stig í þessari keppni. Af hverju gáfu Írar t.d. Pólverjum 12 stig. Svarið er einfalt. Það eru hvergi í Evrópu hlutfallslega margir jafn margir Pólverjar og á Írlandi. Af hverju fengum við 12 stig frá Danmörku? Einfalt svar. Það eru svo margir Íslendingar í Danmörku. Þá er komið að gömlu Sovétríkjunum. Af hverju fengu Rússar 12 stig frá gömlu Sovétlýðveldunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Rússar í þessum löndum t.d. eru 50% íbúar í Lettlandi Rússar og ekkert skrítið að Lettar gefi alltaf Rússum 12 stig. Af hverju fá Serbar nánast alltaf 12 stig frá nágrannalöndunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Serbar í Svartfjallalandi, Króatíu, Bosníu, Makedóníu og Slóveníu. Og ekkert óeðlilegt við þetta. Við myndum gera það sama. Eina leiðin fyrir okkur íslendinga að fá fullt af stigum er að senda alla landsmenn til allra landanna í Evrópu og til að gefa okkur stig. Stigagjöfin hefur ekkert með samtekin ráð að gera heldur þjóðflutninga sem áttu sér stað í Austur-Evrópu á 20. öldinni. Slíkar hreyfingar átta ekki stað í V-Evrópu. Það eru t.d. ekki fullt af Bretum í öðrum Evrópu löndum. Þeir fengu þó stig frá Írlandi endi þó nokkuð margir Bretar þar.
Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðjón
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.