Þýðir ekki að velja bara einn dag!

Það þýðir ekki að bera bara saman einn ákveðinn dag. Verð eru mismunandi á milli daga. Ég skoðaði verð hjá Icelandair sem væri þá farið seinna næsta sumar og þá fékk ég kr. 61.860 til Boston. Icelandair býður að auki netinnritun sem getur sparað bið við tösku afhendingu, jafnvel hálftíma sparnað. Þeir eru með að auki afþreyingu og mjög léttar veitingar innifalið í verðinu. Það er í rauninni erfitt að bera saman verð. Að mínu mati var WOW stundum ágætiskostur ef maður var bara með handfarangur en núna eru þeir búnir að eyðileggja það. Easyjet er með enga takmörkun á þyngd handfarangursins. 
mbl.is Hvað kostar að fljúga til Ameríku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru engir drykkir innifaldir hjá WOW. Það þarf einnig að borga fyrir val á sæti hjá WOW. Þjónustustig er töluvert lægra. Flugvélar hjá WOW eru oft staðsettar út á flugvöllum. Þarft að ganga út í þær og úr þeim í hvaða veðri sem er upp og niður landgang vélanna.

Elísabet (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 11:39

2 identicon

Ég veit ekki um þessi ákveðnu flugfélög, en alment séð er verðmunurinn mun flóknari en bara miðað við dagsetningar.

Flugfélög gera meðal annars í því að selja sætin dýrari eftir því hversu mörg sæti eru seld, þanning að ef þú kaupir ferð í flugi sem er nánast fullt, verður sætið líklega rán dýrt. Verðin eiga líka til með að breytast með tímanumm, samkvæmt óvissum reglum innan félagana, jafnvel það mikið að verðin geta tvöfaldast eða minkað um helming á nokkrum klukkustundu. (Það er þó meira um sveiflur á dýrari miðum erlendis.)

Allment myndi ég gera ráð fyrir að WOW sé frekar ódýrari en Icelandair (og af augljósum ástæðum, ef þú hefur flogið með báðum), en ég myndi ekki setja mikið traust í hvað þeir gera í þessari grein.

Atli Þór (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðjón

Höfundur

Guðjón Ó.
Guðjón Ó.
Reykvíkingur í 10 ættliði. Mikill náttúru unnandi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband