9.4.2010 | 09:26
Akstursbann á Fimmvörðuhálsi í sumar
Vorleysingar koma seint á Fimmvörðuhálsi. Núna aka tugir jeppa á dag á hálsinum á snjó. Mér finnst umræðan um akstur á hálsinum ættu að fjalla um bann á utanvegakstri þarna í sumar. Hingað til hafa bílar ekki verið að aka um á þessu svæði á sumrin og eru því enginn hjólför eða slóðir þarna. Við eigum strax að leggja línurnar og koma í veg fyrir akstri þarna í sumar. Það mætti t.d. leyfa akstur upp veginn að Baldvinsskála í sumar en þaðan yrðu menn að ganga, enda gostöðvarnar ekki mjög langt í burtu, annars verður allt útspólað á þessu viðkvæmu svæði.
Þessi umræða er brýnni en hvort einhver dekk hafa bráðnað í hraunkantinum.
Um bloggið
Guðjón
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.