Færsluflokkur: Vefurinn

6,1

Vonandi  verða ekki fleira svona stórir en því miður er möguleiki á því. Kannski ekki næstu daga en sagan segir okkur að þeir hafa verið stærri í gegnum tíðiina á Suðurlandi.

mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hissa

Árið 2002 þegar framkvæmdirnar hófust fyrir austan spáðu allir helstu efnahagssérfræðingar landsins að þegar framkvæmdirnar væru búnar myndi krónan veikjast, verðbólga aukast, atvinnuleysi aukast og fleira í þessum dúr. Núna virðist samdráttarskeiðið sem við erum að sigla inn koma öllum í opna skjöldu. Eru menn svona fljótir að gleyma hvað var sagt fyrir 5-6 árum? Af hverju gerði fólk ekki neina ráðstafanir t.d. minnka einkaneyslu, lækka laun bankastjóranna og fl. Núna virðist allir vera hissa!


mbl.is Glitnir: gengishækkun í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kr.555 í kr.870

Ég keypti teygjubindi fyrir strákinn minn fyrir mánuði (lok apríl) í Árbæjarapóteki fyrir kr.555. Nú um helgina keypti ég aftur alveg eins teygjubindi fyrir hann. Pakkinn var nákvæmlega eins. Þá kostaði pakkinn kr. 870. Ekki skrítið miðað við verðbólguna síðustu daga. En það sem var fróðlegt er að báðir pakkarnir eru úr sömu sendingu. því framleiðslu númer og síðasti sölumánuður er eins. Einhver er að mata krókinn og nota aðstæðurnar.
mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovíson og þjóðflutningar í Evrópu

Það virðist engin skilja hvernig löndin gefa stig í þessari keppni. Af hverju gáfu Írar t.d. Pólverjum 12 stig. Svarið er einfalt. Það eru hvergi í Evrópu hlutfallslega margir jafn margir Pólverjar og á Írlandi. Af hverju fengum við 12 stig frá Danmörku? Einfalt svar. Það eru svo margir Íslendingar í Danmörku. Þá er komið að gömlu Sovétríkjunum. Af hverju fengu Rússar 12 stig frá gömlu Sovétlýðveldunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Rússar í þessum löndum t.d. eru 50% íbúar í Lettlandi Rússar og ekkert skrítið að Lettar gefi alltaf Rússum 12 stig. Af hverju fá Serbar nánast alltaf 12 stig frá nágrannalöndunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Serbar í Svartfjallalandi, Króatíu, Bosníu, Makedóníu og Slóveníu. Og ekkert óeðlilegt við þetta. Við myndum gera það sama.  Eina leiðin fyrir okkur íslendinga að fá fullt af stigum er að senda alla landsmenn til allra landanna í Evrópu og til að gefa okkur stig. Stigagjöfin hefur ekkert með samtekin ráð að gera heldur þjóðflutninga sem áttu sér stað í Austur-Evrópu á 20. öldinni. Slíkar hreyfingar átta ekki stað í V-Evrópu. Það eru t.d. ekki fullt af Bretum í öðrum Evrópu löndum. Þeir fengu þó stig frá Írlandi endi þó nokkuð margir Bretar þar.
mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitruvirkjun - NEI TAKK

Ég hef stundað fjallamennsku frá árinu 1972 og hef gengið og klifrað marg oft á Hengilssvæðinu, bæði á sumrin og á veturna.   Fyrir mig er svæðið eitt fallegasta og verðmætasta svæðið hér á SV horninu. Verðmætið fellst ekki í megavöttum heldur í andlegri næringu sem gerir mig að betri vinnukrafti í okkar samfélagi. Þegar fram líður á þessari öld er ég sannfærður um að Hengilssvæðið og önnur á landinu mun gefa mikið af sér fyrir ferðaþjónustu. Ferðafólk kemur ekki til að skoða orkuver í náttúrunni. Orkuver eyðileggja öræfakyrrðina.Ég er hins vegar hlynntur skýnsamlegri nýtingu á auðlindum landssins.Mér finnst Hellisheiðarvirkjun vera "í lagi" en ég sé engin rök fyrir því að eyðileggja eitt fallegasta svæðið á SV horni landsins og breyta því í iðnaðarsvæði. Að auku sé ég engan tilgang að búa til störf fyrir útlendinga eins og var gert við Kárahnúka og við Fljótdalsvirkjun. Ég er viss um að virkjun og iðnaður á þessu svæði muni aðeins skapa atvinnu fyrir útlendinga og til hvers!!

Ekki hægt að tvöfalda Suðurlandsveginn??

Það stendur til að tvöfalda Suðurlandsveginn á næstunni!!

Því miður verður það ekki hægt. Á milli hringtorganna við Norðlingaholt er verið að smiða nýtt húsnæði sem gerir það að verkum að það er of lítið pláss til að tvöfalda hvað þá þrefalda veginn þegar fram líða stundir. Hvernig stendur á því að borgaryfirvöld skulu þrengja að vegstæðinu?? Þetta er eins og Reykjanesbrautin sem fer í gengum Setbergs hverfið í Hafnarfirði, en þar er ekkert pláss fyrir mislæg gatnamót. Ætlum við aldrei að læra????


Náttúruhamfarir í Heiðmörk

Hvernig má það vera að skógræktasvæði Reykvíkinga í Heiðmörk er rústað af Kópavogsbæ. Þetta er áratuga skógræktarstarf og vinna barna sem er eyðilagt og enginn gerir neitt. Það að láta þá sem bera ábyrgð á þessum náttúruhamförum vinna með handafli (skólfum) við að lagfæra þetta strax. Ef þeir gera það ekki á að vera a.m.k milljón króna sekt á dag. Þetta er eina leiðin til að láta villimenn bera ábyrgð á verkum sínum og ganga um landið með virðingu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Guðjón

Höfundur

Guðjón Ó.
Guðjón Ó.
Reykvíkingur í 10 ættliði. Mikill náttúru unnandi.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband