Top Gear og séra Holt

Þegar bílar frá "séra" Hótel Holt óku upp Skógarheiði frá Skógum, í síðustu viku, eftir veginum sem lögreglan var búinn að loka með keðju sagði engin neitt. Þegar kokkarnir frá "séra" Holt gengu ofan á hraunið til að elda matinn sagði engin neitt. Hvar var eftirlitið þá. En þegar Top Gear menn  tipla framdekkinn á hraunkantinn verður allt eftirlitið vitlaust. Minnir mig á bankahrunið. Sumir komast upp með allt.
mbl.is Top Gear ók upp á heitt hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mér skilst reyndar að þetta með HótelHolt hafi verið aprílgabb.

Guðjón - náttúruunnandi - við skulum sýna náttúrukröftum á borð við eldgos fulla virðingu. Þann kraft temur enginn og enginn virðist skilja hann heldur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 04:13

2 Smámynd: Guðjón Ó.

Ólafur - þetta var ekki aprílgabb, því ég var á staðnum (gangandi) og sá bílanna aka upp veginn frá Skógum.

Vissulega eigum við að sýna náttúruöflunum virðingu. Við eigum líka setja strax reglur um akstur á þessu svæði þegar snjórinn fer af svæðinu. Mér finnst sú umræða mjög stutt og veg kominn og skipta miklu meira máli en dekk sem bráðnuðu á hraunkantinum. Ekki viljum við sjá allt útspólað á Fimmvörðuhálsi í sumar. Bílar hafa fram að þessu ekki verið að aka þarna um á sumrin.

Guðjón Ó., 9.4.2010 kl. 09:03

3 Smámynd: eir@si

Apríl gabb eða ekki?

Fréttin í Fréttablaðinu um þetta held ég alveg örugglega að hafi birst 31. mars en ekki 1. apríl.  Dálítið lélegt aprílgabb það.  En reyndar er líklegt að það var eitthvað asnalegt gabb að ferðamenn fengju að smakka.

En gjörningurinn fór fram.  Sviðsetning á aprílgabbi er ekki neitt sérlega góð ástæða fyrir að storka náttúruöflunum eða að brjóta bann almannavarna eða að almannavarnir gefi undanþágu.  Hér er myndasería sem sýnir þennan smekklega gjörning.

eir@si, 9.4.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðjón

Höfundur

Guðjón Ó.
Guðjón Ó.
Reykvíkingur í 10 ættliði. Mikill náttúru unnandi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband